Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. apríl 2024 22:18 G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði stöðuna ágæta þó ekki hefði tekist að opna Öxnadalsheiðina. Hún opni í fyrramálið og svo tókst að opna Fjarðarheiðina í kvöld. Vísir/Steingrímur Dúi Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent