Erlent

Kókaín flýtur á land í Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verðmæti efnanna sem fundust í gær er um ein milljón ástralskra dollara.
Verðmæti efnanna sem fundust í gær er um ein milljón ástralskra dollara. Vísir/Lögreglan í Nýja Suður Wales

Fimm pakkar af kókaíní fundust í gær á strönd í grennd við áströlsku stórborgina Sydney, alls um fimm kíló.

Almennir borgarar gengu fram á pakkana og létu lögreglu vita en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist á svæðinu síðustu mánuði. Alls hafa rúm 250 kíló af kókaíni í fundist á strandlengjunni í Nýja Suður Wales að sögn breska ríkisútvarpsins og er talið að efnin komi öll úr sömu sendingunni sem hafi farið úrskeiðis á einhvern hátt.

Flestir pakkanna eru um eitt kíló en sumir mun stærri, eða allt að fjörutíu kílóum. Engin þjóð notar meira kókaín en Ástralir, miðað við höfðatölu samkvæmt OECD. Bretar koma svo í öðru sæti.

Talið er að efnunum hafi átt að smygla um borð í flutningaskipi frá Suður Ameríku til Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×