„Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð sköllóttur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2024 13:01 Pedri þarf líklega litlar áhyggjur að hafa af hármissi. Líklegra virðist að hann raki sjálfur makkann af. Getty Spænska ungstirnið Pedri hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir stórkostlegt ár hans árið 2021. Meiðsli hafa strítt unga manninum sem er þess þó viss að hann verði enn að eftir áratug. Hann virðist þá ekki hræðast hármissi. Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi. Spænski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi.
Spænski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira