Gagnrýnin í garð Haaland hafi verið „ósanngjörn og algjört bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 18:30 Erling Braut Haaland var í strangri gæslu gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag. Visionhaus/Getty Images Sperkspekingurinn Chris Sutton, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Blackburn Rovers og Chelsea, segir að gagnrýni Roy Keane í garð norska framherjans Erling Braut Haaland hafi verið „ósanngjörn og algjört bull.“ Keane sparaði ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn eftir markalaust jafntefli Manchester City og Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn sunnudag. Þar sagði Keane meðal annars að þrátt fyrir að Haaland væri einn sá allra besti í heiminum fyrir framan markið þá þætti honum getustig framherjans í almennum leik vera á pari við leikmann í D-deild. Fyrrverandi framherjinn Chris Sutton, sem á sínum tíma lék fyrir lið á borð við Blackburn Rovers, Chelsea og Celtic, segir gagnrýni Keane á hendur Haaland hins vegar vera ósanngjarna. „Þetta var algjört bull og ósanngjarnt í garð Haaland,“ sagði Sutton í samtali við BBC í morgun. „Það hafa allir verið að lofa William Saliba og Gabriel [varnarmönnum Arsenal] allt tímabilið. Þegar Stefan Ortega [markvörður Manchester City] er að senda langar sendingar á Haaland þá eru þeir tveir líklega þeir bestu í að vinna í kringum snertinguna frá framherja. Þeir eru virkilega klókir í sínum varnarleik.“ „Hefði Haaland getað verið sterkari? Hefði hann getað verið klókari og hefði hann getað gert hlutina betur? Klárlega. En stundum mætirðu frábærum varnarmönnum, sem Saliba og Gabriel voru á sunnudaginn,“ bætti Sutton við. „Þeir geta verið svo nálægt sóknarmanninum af því að þeir vita alltaf að hinn kemur í hjálpina. Það er það sem gerir þetta svo erfitt fyrir Haaland og svo er þetta ekki það sem Haaland var keyptur til Manchester City til að gera.“ Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Keane sparaði ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn eftir markalaust jafntefli Manchester City og Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn sunnudag. Þar sagði Keane meðal annars að þrátt fyrir að Haaland væri einn sá allra besti í heiminum fyrir framan markið þá þætti honum getustig framherjans í almennum leik vera á pari við leikmann í D-deild. Fyrrverandi framherjinn Chris Sutton, sem á sínum tíma lék fyrir lið á borð við Blackburn Rovers, Chelsea og Celtic, segir gagnrýni Keane á hendur Haaland hins vegar vera ósanngjarna. „Þetta var algjört bull og ósanngjarnt í garð Haaland,“ sagði Sutton í samtali við BBC í morgun. „Það hafa allir verið að lofa William Saliba og Gabriel [varnarmönnum Arsenal] allt tímabilið. Þegar Stefan Ortega [markvörður Manchester City] er að senda langar sendingar á Haaland þá eru þeir tveir líklega þeir bestu í að vinna í kringum snertinguna frá framherja. Þeir eru virkilega klókir í sínum varnarleik.“ „Hefði Haaland getað verið sterkari? Hefði hann getað verið klókari og hefði hann getað gert hlutina betur? Klárlega. En stundum mætirðu frábærum varnarmönnum, sem Saliba og Gabriel voru á sunnudaginn,“ bætti Sutton við. „Þeir geta verið svo nálægt sóknarmanninum af því að þeir vita alltaf að hinn kemur í hjálpina. Það er það sem gerir þetta svo erfitt fyrir Haaland og svo er þetta ekki það sem Haaland var keyptur til Manchester City til að gera.“
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira