40 ára húsmóðir finnur sjálfa sig Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:31 Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar