„Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2024 13:30 Baldur Þór Ragnarsson hefur verið síðustu tvö tímabil í Ulm þar sem hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari og yngriflokkaþjálfari. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson segist hafa lært mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Hann ætlar sér stóra hluti í þjálfun. Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“ Körfubolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“
Körfubolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira