Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2024 12:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á von á að ríkisstjórnin haldi áfram þrátt fyrir að forsætisráðherra færi í framboð. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18
Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58
Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32