Sport

Danska stjarnan í slæmum á­rekstri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonas Vingegaard Hansen er ein allra stærsta íþróttastjarna Dana.
Jonas Vingegaard Hansen er ein allra stærsta íþróttastjarna Dana. Getty/Tim de Waele

Hjólareiðakapparnir Jonas Vingegaard, Remco Evenepoel og Primoz Roglic voru meðal þeirra sem lentu í hörðum árekstri í hjólreiðakeppni í Baskahéraði á Spáni í dag.

Slysið varð þegar hjólreiðamennirnir voru á fleygiferð niður brekku en tíu lentu í árekstrinum.

Vingegaard sást liggja næstum því kyrr á jörðinni eftir slysið og það mátti sjá að allt bakið á treyju hans var rifið. Hann var líka blóðugur á bakinu.

Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár og er ein allra stærsta íþróttastjarna Dana.

Læknar skoðuðu hann í fimmtán mínútur áður en hann var settur í hálskraga og fluttur í burtu í sjúkrabíl.

Keppni var stöðvuð tíu mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×