Eðlilegt að bankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 19:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fluttu bæði ávörp á ársfundi Seðlabankans í dag. Stöð 2/Einar Seðlabankinn hefur skikkað viðskiptabankanna til að auka vaxtalausar innistæður sínar hjá Seðlabankanum til að auka traust á peningastefnunni. Þetta vinnur gegn tapi Seðlabankans vegna neikvæðs vaxtamunar á tekjum hans og gjöldum. Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40