Óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 23:39 Kona slasaðist nokkuð alvarlega í snjóflóði af mannavöldum á páskadag. Vísir/Jóhann Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar. „Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“ Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira