Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2024 08:22 Microsoft segir Kínverja munu freista þess að hafa afskipti af ýmsum kosningum á þessu ári. Getty/Anadolu/Selcuk Acar Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok. Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok.
Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira