Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2024 11:19 Reese Witherspoon varð sannkölluð ofurstjarna þegar Legally Blonde sló í gegn. Amy Sussman/Getty Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Dóttir Jóhönnu Guðrúnar hlaut nafnið Jóhanna Guðrún Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Dóttir Jóhönnu Guðrúnar hlaut nafnið Jóhanna Guðrún Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira