Þórdís veifar hvíta fánanum til Eyja Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 15:10 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hraðar sér á ríkisstjórnarfund þar sem Katrín tilkynnti viðstöddum að hún væri hætt, farin. Þórdís hefur óskað eftir því að málsmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12 verði endurskoðuð. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins. Að sögn er þetta svo ríkið geti haft til hliðsjónar betri gögn en ljóst er að Þórdís vill frið við íbúa Vestmannaeyja og veifar því hvíta fánanum. Viljið þið gera svo vel að endurskoða þetta „Ég vænti þess að óbyggðanefnd taki vel í mína ósk enda hefur nefndin bent á að það er á forræði ráðherra að taka kröfurnar til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er,“ segir Þórdís í tilkynningu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt ríkið dragi með þessu kröfugerðina ekki formlega til baka, sem gæti kallað á lagabreytingu, þá er aðalatriðið hér að við erum að stíga öruggt skref í því að kröfurnar byggist á meðalhófi og almennilegum gögnum,“ er haft eftir ráðherra. Eins og fram hefur komið ráku íbúar í Vestmannaeyjum upp ramakvein en ríkið gerði, eftir yfirferð óbyggðanefndar, kröfur í stóran hluta af Heimaey, meðal annars. sjálfan Heimaklett, og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Þórdísi þá opið bréf 2. febrúar, þann sama dag og óbyggðanefnd hafði lokið störfum sínum, þar sem segir meðal annars: „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og svo var spurt: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Þórdís vill fá fram niðurstöðu sem friður getur ríkt um Þórdís sendi þá óbyggðanefnd bréf þar sem óskað var eftir því að nefndin endurskoðaði fyrri afstöðu sína til þess að nýta ákvæði í þjóðlendulögum um að gefa þeim sem kalla til eignarréttinda á svæðinu kost á að lýsa kröfum sínum áður en fjármála- og efnahagsráðherra lýsti kröfum fyrir hönd ríkisins. Með bréfi í sama mánuði hafnaði nefndin beiðni ráðherra. „Fyrri kröfugerð ríkisins vegna svæðisins hefur verið til nokkurrar umræðu undanfarið og nýlega hafa komið fram kortaupplýsingar og önnur gögn sem gefa tilefni til gagngerrar endurskoðunar á henni. Gert er ráð fyrir að við endurskoðun sé unnt að draga stórlega úr fyrri kröfum ríkisins á svæðinu og jafnframt að endurskoðaðar kröfur verði í betra samræmi við meðalhóf og gögn. Til þess þarf lengri tíma til að vinna málið,“ segir nú í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þórdís hefur þannig lagt fram kröfu til óbyggðanefndar um að frekari málsmeðferð vegna svæðisins verði frestað þar til betri afmörkun þess liggur fyrir. Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Að sögn er þetta svo ríkið geti haft til hliðsjónar betri gögn en ljóst er að Þórdís vill frið við íbúa Vestmannaeyja og veifar því hvíta fánanum. Viljið þið gera svo vel að endurskoða þetta „Ég vænti þess að óbyggðanefnd taki vel í mína ósk enda hefur nefndin bent á að það er á forræði ráðherra að taka kröfurnar til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er,“ segir Þórdís í tilkynningu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt ríkið dragi með þessu kröfugerðina ekki formlega til baka, sem gæti kallað á lagabreytingu, þá er aðalatriðið hér að við erum að stíga öruggt skref í því að kröfurnar byggist á meðalhófi og almennilegum gögnum,“ er haft eftir ráðherra. Eins og fram hefur komið ráku íbúar í Vestmannaeyjum upp ramakvein en ríkið gerði, eftir yfirferð óbyggðanefndar, kröfur í stóran hluta af Heimaey, meðal annars. sjálfan Heimaklett, og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Þórdísi þá opið bréf 2. febrúar, þann sama dag og óbyggðanefnd hafði lokið störfum sínum, þar sem segir meðal annars: „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og svo var spurt: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Þórdís vill fá fram niðurstöðu sem friður getur ríkt um Þórdís sendi þá óbyggðanefnd bréf þar sem óskað var eftir því að nefndin endurskoðaði fyrri afstöðu sína til þess að nýta ákvæði í þjóðlendulögum um að gefa þeim sem kalla til eignarréttinda á svæðinu kost á að lýsa kröfum sínum áður en fjármála- og efnahagsráðherra lýsti kröfum fyrir hönd ríkisins. Með bréfi í sama mánuði hafnaði nefndin beiðni ráðherra. „Fyrri kröfugerð ríkisins vegna svæðisins hefur verið til nokkurrar umræðu undanfarið og nýlega hafa komið fram kortaupplýsingar og önnur gögn sem gefa tilefni til gagngerrar endurskoðunar á henni. Gert er ráð fyrir að við endurskoðun sé unnt að draga stórlega úr fyrri kröfum ríkisins á svæðinu og jafnframt að endurskoðaðar kröfur verði í betra samræmi við meðalhóf og gögn. Til þess þarf lengri tíma til að vinna málið,“ segir nú í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þórdís hefur þannig lagt fram kröfu til óbyggðanefndar um að frekari málsmeðferð vegna svæðisins verði frestað þar til betri afmörkun þess liggur fyrir.
Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira