Með sigrinum lyftir Lille sér upp í 3.sæti deildarinnar sem jafnframt er eitt af þremur Meistaradeildarsætum hennar. Þar er Lille með 49 stig eftir 28 leiki, einu stigi á eftir Brest í 2.sæti og með einu stigi meira en AS Monaco sem vermir fjórða sætið. Bæði þessi lið eiga þó eftir að leika sína leiki í 28. umferðinni.
Það voru þeir Jonathan David, Remy Cabella og Svíinn Gabriel Gudmundsson sem skoruðu mörk Lille í leiknum.
Ismaily, varnarmaður Lille, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 81. mínútu en það kom ekki að sök. Marseille situr í 7. sæti deildarinnar með 39 stig.