Kenndi félagið við keppinautinn korter í gjaldþrot og borgaði ekki skatta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 13:20 Hann breytti áður nafni félagsins fyrir gjaldþrot til að ná sér niður á keppinauti. Vísir/Vilhelm Gunnar Örn Gunnarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Hópferða Ellerts ehf. hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og 46 milljóna króna fjársektar fyrir meiri háttar skattalagabrot. Eigandi helsta keppinautarins, Hópferða, heitir Ellert. Gunnar var ákærður fyrir að hafa ítrekað ekki staðið skil á virðisaukaskatti á árunum 2016 og 2017. Samtals nam ógreiddur skatturinn um tólf og hálfri milljón króna. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins á árunum 2016 og 2017 og námu gjöldin tæpum þrettán milljón krónum. Neitaði sök Gunnar krafðist sýknu af öllum ákærum ákæruvaldsins og til vara að sér yrði ekki gerð refsing. Til þrautavara krafðist hann þess að, verði honum gerð refsing, verði hún sú vægasta sem lög heimila og að fullu skilorðsbundin. Rannsókn á máli félagsins hófst 7. febrúar 2018 og var sent héraðssaksóknara til rannsóknar 25. september 2019. Ákærða var tilkynnt um fyrirhugaða ákæru 3. júlí 2019. Skattrannsóknarstjóri mat það svo að ákærði hafi brotið gegn lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda með saknæmum hætti og að hann hafi bakað sér refsiábyrgð með háttsemi sinni. Breytti nafninu til að klekkja á samkeppnisaðila Nafn félagsins vakti athygli árið 2017 þegar DV fjallaði um málið. Nafninu hafði verið breytt úr Sagatours ehf. í Hópferðir Ellerts árið 2015 að því er virtist til að koma höggi á samkeppnisaðila, nánar tiltekið Ellert Scheving Magnússon og eiginkonu hans Rósu Ólafsdóttir, sem eiga fyrirtækið Hópferðir ehf. Nokkur ágreiningur hafi verið milli eigenda félagsins vegna fyrirhugaðrar sameiningar fáeinum árum áður. Það rættist aldrei og töldu báðir aðilar að brotið hafi verið á sér eftir það. Á Facebook-síðunni Bakland Ferðaþjónustunnar skrifaði Ellert árið 2017 að eigendur Hópferða Ellerts, sem höfðu enga tengingu við Ellert sjálfan, hefðu vegna óvildar í sinn garð breytt nafni sínu og stofnað nýja kennitölu. Var það þegar ljóst lá fyrir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Hann sagði ástæðu gjörningsins vera þá að slá ryki í augun á fólki og láta það líta út sem fyrirtæki hans, Hópferðir ehf., væri komið í þrot. „Þetta er ótrúleg lágkúra. Við höfum ekki áhuga á því að fara niður á þetta plan,“ hafði DV eftir Rósu Ólafsdóttur, annars eiganda Hópferða ehf. Dró úr framburði sínum frá skýrslatöku Gunnari var gefið að sök brot á lögum um virðisaukaskatt og um staðgreiðslu opinberra gjalda samtals að fjárhæð 25.205.274 krónum. Hann neitaði alfarið sök og sagðist krefjast sýknu þar sem hann hafi ekki borið ábyrgð á skattskilum nema hluta rannsóknartímabilsins vegna veikinda. Hins vegar var hann framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins frá stofnun tímabilsins samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá RSK. „Telur hann vitnið A hafa eftir það alfarið borið ábyrgð á skattskilum í krafti stöðu sinnar sem starfandi framkvæmdastjóri. Dró ákærði nokkuð úr framburði sínum hvað þetta varðar frá því að hann gaf skýrslur á rannsóknarstigi,“ kemur fram í dómnum. Gunnar verður látinn sæta sex mánuða skilorðsbundinni fangelsisvist og greiða 46 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Ásamt því að greiða málsvarnarlauns verjanda síns sem nemur rúmri einni og hálfri milljón króna. Reykjavík Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Gunnar var ákærður fyrir að hafa ítrekað ekki staðið skil á virðisaukaskatti á árunum 2016 og 2017. Samtals nam ógreiddur skatturinn um tólf og hálfri milljón króna. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins á árunum 2016 og 2017 og námu gjöldin tæpum þrettán milljón krónum. Neitaði sök Gunnar krafðist sýknu af öllum ákærum ákæruvaldsins og til vara að sér yrði ekki gerð refsing. Til þrautavara krafðist hann þess að, verði honum gerð refsing, verði hún sú vægasta sem lög heimila og að fullu skilorðsbundin. Rannsókn á máli félagsins hófst 7. febrúar 2018 og var sent héraðssaksóknara til rannsóknar 25. september 2019. Ákærða var tilkynnt um fyrirhugaða ákæru 3. júlí 2019. Skattrannsóknarstjóri mat það svo að ákærði hafi brotið gegn lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda með saknæmum hætti og að hann hafi bakað sér refsiábyrgð með háttsemi sinni. Breytti nafninu til að klekkja á samkeppnisaðila Nafn félagsins vakti athygli árið 2017 þegar DV fjallaði um málið. Nafninu hafði verið breytt úr Sagatours ehf. í Hópferðir Ellerts árið 2015 að því er virtist til að koma höggi á samkeppnisaðila, nánar tiltekið Ellert Scheving Magnússon og eiginkonu hans Rósu Ólafsdóttir, sem eiga fyrirtækið Hópferðir ehf. Nokkur ágreiningur hafi verið milli eigenda félagsins vegna fyrirhugaðrar sameiningar fáeinum árum áður. Það rættist aldrei og töldu báðir aðilar að brotið hafi verið á sér eftir það. Á Facebook-síðunni Bakland Ferðaþjónustunnar skrifaði Ellert árið 2017 að eigendur Hópferða Ellerts, sem höfðu enga tengingu við Ellert sjálfan, hefðu vegna óvildar í sinn garð breytt nafni sínu og stofnað nýja kennitölu. Var það þegar ljóst lá fyrir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Hann sagði ástæðu gjörningsins vera þá að slá ryki í augun á fólki og láta það líta út sem fyrirtæki hans, Hópferðir ehf., væri komið í þrot. „Þetta er ótrúleg lágkúra. Við höfum ekki áhuga á því að fara niður á þetta plan,“ hafði DV eftir Rósu Ólafsdóttur, annars eiganda Hópferða ehf. Dró úr framburði sínum frá skýrslatöku Gunnari var gefið að sök brot á lögum um virðisaukaskatt og um staðgreiðslu opinberra gjalda samtals að fjárhæð 25.205.274 krónum. Hann neitaði alfarið sök og sagðist krefjast sýknu þar sem hann hafi ekki borið ábyrgð á skattskilum nema hluta rannsóknartímabilsins vegna veikinda. Hins vegar var hann framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins frá stofnun tímabilsins samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá RSK. „Telur hann vitnið A hafa eftir það alfarið borið ábyrgð á skattskilum í krafti stöðu sinnar sem starfandi framkvæmdastjóri. Dró ákærði nokkuð úr framburði sínum hvað þetta varðar frá því að hann gaf skýrslur á rannsóknarstigi,“ kemur fram í dómnum. Gunnar verður látinn sæta sex mánuða skilorðsbundinni fangelsisvist og greiða 46 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Ásamt því að greiða málsvarnarlauns verjanda síns sem nemur rúmri einni og hálfri milljón króna.
Reykjavík Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira