Áhrif veiðarfæra á losun koltvísýrings og líffræðilega fjölbreytni á hafsbotni Bjarni Jónsson skrifar 6. apríl 2024 13:40 Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Bjarni Jónsson Vinstri græn Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun