Tugir þúsunda mótmæla Orbán í Búdapest Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 16:01 Viktor Orbán hefur verið forsætisráðherra Ungverjalands í fjórtán ár. AP/Justin Spike Tugir þúsunda mótmæla ríkisstjórn Viktors Orbán í miðbæ Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Mótmælendur marséruðu að þinghúsinu og kölluðu „Við erum ekki hrædd“ og „Segðu af þér, Orbán!“ Guardian greinir frá því að margir mótmælendanna báru ungverska fána eða klæddu sig í þjóðarlitunum, rauðum, hvítum og grænum. Litir sem Fidesz, flokkurinn sem Orbán fer fyrir hefur nýtt sér í kosningaherferðum undanfarna tvo áratugi. „Þetta eru þjóðlitir Ungverjalands, ekki ríkisstjórnarinnar,“ hefur Guardian eftir hinni 24 ára gömlu Lejlu sem ferðaðist til Búdapest frá Sopron, bæ við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Í farabroddi marséringarinnar fór hinn 43 ára gamli Péter Magyar sem var áður giftur dómsmálaráðherra Orbán, henni Judit Varga. Hann stefnir á að stofna sinn eigin flokk. Þrír mótmælendur sem ræddu við fréttamann Reuters sögðust laðast að Magyar því hann hefði starfað náið með ríkisstjórn Orbán og byggi yfir innherjaþekkingu á starfi hennar. „Við vissum að það væri spilling, en hann segir það sem innherji og það staðfesti það fyrir okkur,“ hefur Reuters eftir einum mótmælendanum sem hefur áhyggjur af mennta- og heilbrigðiskerfi landsins ásamt spillingunni. Hún segist trúa á að verði gerðar breytingar. Magyar varð þjóðþekktur í Ungverjalandi í febrúar síðastliðnum þegar hann sakaði ráðherrann Antal Rogán um að stýra umfangsmikilli „áróðursvél“ ríkisstjórnarinnar. Hann birti einnig upptöku af samtali hans og fyrrverandi eiginkonu sinnar þar sem hún greindi frá tilraun aðstoðarmanns hátt setts ráðherra til að hafa áhrif á niðurstöður spillingarmáls. Ungverjaland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Guardian greinir frá því að margir mótmælendanna báru ungverska fána eða klæddu sig í þjóðarlitunum, rauðum, hvítum og grænum. Litir sem Fidesz, flokkurinn sem Orbán fer fyrir hefur nýtt sér í kosningaherferðum undanfarna tvo áratugi. „Þetta eru þjóðlitir Ungverjalands, ekki ríkisstjórnarinnar,“ hefur Guardian eftir hinni 24 ára gömlu Lejlu sem ferðaðist til Búdapest frá Sopron, bæ við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Í farabroddi marséringarinnar fór hinn 43 ára gamli Péter Magyar sem var áður giftur dómsmálaráðherra Orbán, henni Judit Varga. Hann stefnir á að stofna sinn eigin flokk. Þrír mótmælendur sem ræddu við fréttamann Reuters sögðust laðast að Magyar því hann hefði starfað náið með ríkisstjórn Orbán og byggi yfir innherjaþekkingu á starfi hennar. „Við vissum að það væri spilling, en hann segir það sem innherji og það staðfesti það fyrir okkur,“ hefur Reuters eftir einum mótmælendanum sem hefur áhyggjur af mennta- og heilbrigðiskerfi landsins ásamt spillingunni. Hún segist trúa á að verði gerðar breytingar. Magyar varð þjóðþekktur í Ungverjalandi í febrúar síðastliðnum þegar hann sakaði ráðherrann Antal Rogán um að stýra umfangsmikilli „áróðursvél“ ríkisstjórnarinnar. Hann birti einnig upptöku af samtali hans og fyrrverandi eiginkonu sinnar þar sem hún greindi frá tilraun aðstoðarmanns hátt setts ráðherra til að hafa áhrif á niðurstöður spillingarmáls.
Ungverjaland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent