Gylfi að nálgast sitt besta form: „Ég treysti mér alltaf í 90“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2024 07:01 Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn. Vísir/Ívar Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn með Valsmönnum í Bestu-deild karla sem hófst með leik Víkings og Stjörnunnar í gær. Valur tekur á móti ÍA í fyrstu umferð í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar
Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn