Klopp skaut á United og býst ekki við greiða Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 08:00 Jürgen KLopp stappar stálinu í Curtis Jones eftir jafnteflið á Old Trafford, sem gæti reynst Liverpool dýrkeypt. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp og hans menn í Liverpool gætu þurft á aðstoð frá Manchester United að halda til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta, en Klopp er ekki bjartsýnn á að fá þá hjálp. Liverpool óð í færum gegn United á Old Trafford í gær en varð að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að Mohamed Salah jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Þetta var annað jafntefli þessara erkifjenda á leiktíðinni og United vann 4-3 sigur í bikarleik liðanna fyrir þremur vikum. Klopp var þó sannfærður um að Liverpool hefði átt að vinna í gær enda fékk liðið færin til þess. Klopp ítrekaði þetta þegar hann var spurður út í titilbaráttuna, en Liverpool er núna fyrir neðan Arsenal á markatölu og eru liðin einu stigi fyrir ofan Manchester City. Liverpool gæti þurft að treysta á að Arsenal missi af stigum gegn United á Old Trafford 11. maí, í næstsíðustu umferð deildarinnar, en Klopp er ekki bjartsýnn á að það gerist. „Ef við verðum enn í baráttunni þá, þá væri það frábært,“ sagði Klopp en bætti svo við: „En Arsenal er gott fótboltalið. Ef þeir [United-menn] spila eins og í dag þá mun Arsenal vinna, um það er ég 100 prósent viss. Það hryggir mig að segja það.“ Heimskulegt að stefna á betri markatölu Markatala Arsenal er níu mörkum betri en Liverpool, nú þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. „Fólk mun segja okkur að við þurfum að bæta markatöluna en það heimskulegasta sem við gætum gert væri að stefna á það. Slíkt gerist ekki vegna þess að menn ætli sér það. Þú ferð ekki út í leik og skorar átta mörk bara af því að þú vilt það. Þetta verður alveg ótrúlega sníð allt til enda. Þar til í gær vorum við á toppnum, núna Arsenal, og svo gæti það orðið einhver annar,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Liverpool óð í færum gegn United á Old Trafford í gær en varð að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að Mohamed Salah jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Þetta var annað jafntefli þessara erkifjenda á leiktíðinni og United vann 4-3 sigur í bikarleik liðanna fyrir þremur vikum. Klopp var þó sannfærður um að Liverpool hefði átt að vinna í gær enda fékk liðið færin til þess. Klopp ítrekaði þetta þegar hann var spurður út í titilbaráttuna, en Liverpool er núna fyrir neðan Arsenal á markatölu og eru liðin einu stigi fyrir ofan Manchester City. Liverpool gæti þurft að treysta á að Arsenal missi af stigum gegn United á Old Trafford 11. maí, í næstsíðustu umferð deildarinnar, en Klopp er ekki bjartsýnn á að það gerist. „Ef við verðum enn í baráttunni þá, þá væri það frábært,“ sagði Klopp en bætti svo við: „En Arsenal er gott fótboltalið. Ef þeir [United-menn] spila eins og í dag þá mun Arsenal vinna, um það er ég 100 prósent viss. Það hryggir mig að segja það.“ Heimskulegt að stefna á betri markatölu Markatala Arsenal er níu mörkum betri en Liverpool, nú þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. „Fólk mun segja okkur að við þurfum að bæta markatöluna en það heimskulegasta sem við gætum gert væri að stefna á það. Slíkt gerist ekki vegna þess að menn ætli sér það. Þú ferð ekki út í leik og skorar átta mörk bara af því að þú vilt það. Þetta verður alveg ótrúlega sníð allt til enda. Þar til í gær vorum við á toppnum, núna Arsenal, og svo gæti það orðið einhver annar,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira