Uppskera vetrarins hjá lærisveinum Jürgen Klopp í leikjum á móti stóru klúbbunum sex er ansi fátækleg fyrir lið sem er í titilbaráttu.
Hér erum við að tala um félög eins og Manchester City, Arsenal, Manchester United, Chelsea og Tottenham sem skipa þennan hóp ásamt Liverpool.
Liverpool liðið hefur spilað níu leiki á móti þessum félögum og aðeins unnið einn þeirra.
Sá sigur kom á móti Chelsea á heimavelli en Lundúnaliðið hefur verið í tómu tjóni stóran hluta tímabilsins.
Uppskeran í hinum átta leikjum Liverpool á móti stóru sex eru aðeins sex stig í átta leikjum eða undir stig að meðaltali í leik.
Liverpool hefur reyndar aðeins tapað tveimur leikjum en jafnteflin eru orðin sex talsins.
Liverpool á eftir aðeins einn svona leik á leiktíðinni en sá er á móti Tottenham á Anfield undir lok mótsins.
Liverpool er með jafnmörg stig og Arsenal og einu stigi meira en Englandsmeistarar Manchester City þrátt fyrir að hafa misst af 18 af 27 stigum í leikjum sínum á móti topp sex.
Það er hins vegar hætt við því að þessir leikir munu skilja á milli Liverpool og Englandmeistaratitilsins þegar mótið verður gert upp í vor.
Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr þessum leikjum.