Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-0 | Blikar byrja mótið á sigri Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 22:03 Jason Daði kom Blikum yfir. Vísir/Anton Brink Breiðablik vann FH 2-0 í 1. umferð Bestu-deildar karla. Þetta var fyrsti sigur Breiðabliks gegn FH í deildarkeppni síðan 1. maí 2022. Eftir þrettán mínútur af engu braut Jason Daði Svanþórsson ísinn og skoraði fyrsta mark Breiðabliks á tímabilinu. Viktor Karl Einarsson átti laglega sendingu frá hægri kantinum sem endaði á fjærstöng þar sem Jason Daði var staðsettur og skoraði af stuttu færi. Kristinn Jónsson er mættur aftur í grænntVísir/Anton Brink Eftir að Breiðablik komst yfir lifnaði aðeins yfir gestunum úr Hafnarfirði. FH-ingar fóru að færa sig ofar á völlinn og náðu að halda betur í boltann. Færin voru þó af skornum skammti. Undir lok fyrri hálfleiks var Kristinn Steindórsson nálægt því að bæta við forystu Blika en skot hans rataði í stöngina. Staðan í hálfleik var 1-0. Anton Ari Einarsson átti frábæran leik í marki BlikaVísir/Anton Brink Á 70. mínútu var Damir Muminovic stálheppinn að hafa ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu. Damir hitti ekki boltann en þrumaði Sigurð Bjart Hallsson niður í staðinn en Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, flautaði ekki. Hérna... pic.twitter.com/0HrhuRtrwa— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) April 8, 2024 Tæplega sex mínútum eftir atvikið skoraði Benjamin Stokke annað mark Breiðabliks eftir að skot Viktors Karls fór af varnarmanni og beint í fæturnar á Benjamin sem skoraði eftir að hafa verið inn á í fimm mínútur. Benjamin Stokke skoraði annað mark BlikaVísir/Anton Brink Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik vann 2-0 sigur. Blikar fögnuðu 2-0 sigriVísir/Anton Brink Atvik leiksins Atvik leiksins var vítaspyrnan sem FH fékk ekki þegar að Damir Muminovic sparkaði Sigurð Bjart Hallsson en fékk ekki dæmda á sig vítaspyrnu. Tæplega sex mínútum síðar skoraði Benjamin Stokke og klárar leikinn. Stjörnur og skúrkar Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, var frábær í kvöld. Anton steig ekki feilspor og átti töluvert betri fyrstu umferð í ár heldur en í fyrra. Viktor Karl Einarsson var öflugur á miðjunni og kom að báðum mörkum Breiðabliks. Viktor lagði upp fyrsta markið og í öðru markinu átti hann skot í varnarmann og þaðan fór boltinn á Benjamin sem skoraði. Dusan Brkovic spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni með FH og gerði lítið sem ekkert. Hann var síðan tekinn af velli í hálfleik. Dómarinn Dómarar eru farnir að dreifa gulum spjöldum eins og forvarnarfulltrúar dreifa verjum í Menntaskólum. Ef það er áherslan þá er lítið hægt að setja út á Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, fyrir að gefa átta gul spjöld. Ívar átti klárlega að dæma vítaspyrnu þegar Damir sparkaði Sigurð Bjart niður en sleppti því og Blikar skoruðu sitt annað mark nokkrum mínútum síðar. Ívar fær því 2 í einkunn því þetta atvik kostaði FH sennilega leikinn. Stemmingin og umgjörð Það var fjölmennt á Kópavogsvelli í kvöld. Tæplega korteri fyrir leik tilkynnti vallarþulurinn að búið væri að opna gömlu stúkuna. Þrátt fyrir að áhorfendurnir hafi verið margir þá vantaði stuðningsmenn og það var lítil stemning á vellinum. Það var gert vel við blaðamenn í mat sem gátu fengið litla hamborgara og nokkrar tegundir af takkó. Undirritaður er með BMI stuðul réttu megin við strikið og lét því hamborgarana alveg eiga sig en laumaði sér í eitt lítið takkó með kjúklingi og grænmeti. Viðtöl Besta deild karla FH Breiðablik
Breiðablik vann FH 2-0 í 1. umferð Bestu-deildar karla. Þetta var fyrsti sigur Breiðabliks gegn FH í deildarkeppni síðan 1. maí 2022. Eftir þrettán mínútur af engu braut Jason Daði Svanþórsson ísinn og skoraði fyrsta mark Breiðabliks á tímabilinu. Viktor Karl Einarsson átti laglega sendingu frá hægri kantinum sem endaði á fjærstöng þar sem Jason Daði var staðsettur og skoraði af stuttu færi. Kristinn Jónsson er mættur aftur í grænntVísir/Anton Brink Eftir að Breiðablik komst yfir lifnaði aðeins yfir gestunum úr Hafnarfirði. FH-ingar fóru að færa sig ofar á völlinn og náðu að halda betur í boltann. Færin voru þó af skornum skammti. Undir lok fyrri hálfleiks var Kristinn Steindórsson nálægt því að bæta við forystu Blika en skot hans rataði í stöngina. Staðan í hálfleik var 1-0. Anton Ari Einarsson átti frábæran leik í marki BlikaVísir/Anton Brink Á 70. mínútu var Damir Muminovic stálheppinn að hafa ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu. Damir hitti ekki boltann en þrumaði Sigurð Bjart Hallsson niður í staðinn en Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, flautaði ekki. Hérna... pic.twitter.com/0HrhuRtrwa— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) April 8, 2024 Tæplega sex mínútum eftir atvikið skoraði Benjamin Stokke annað mark Breiðabliks eftir að skot Viktors Karls fór af varnarmanni og beint í fæturnar á Benjamin sem skoraði eftir að hafa verið inn á í fimm mínútur. Benjamin Stokke skoraði annað mark BlikaVísir/Anton Brink Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik vann 2-0 sigur. Blikar fögnuðu 2-0 sigriVísir/Anton Brink Atvik leiksins Atvik leiksins var vítaspyrnan sem FH fékk ekki þegar að Damir Muminovic sparkaði Sigurð Bjart Hallsson en fékk ekki dæmda á sig vítaspyrnu. Tæplega sex mínútum síðar skoraði Benjamin Stokke og klárar leikinn. Stjörnur og skúrkar Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, var frábær í kvöld. Anton steig ekki feilspor og átti töluvert betri fyrstu umferð í ár heldur en í fyrra. Viktor Karl Einarsson var öflugur á miðjunni og kom að báðum mörkum Breiðabliks. Viktor lagði upp fyrsta markið og í öðru markinu átti hann skot í varnarmann og þaðan fór boltinn á Benjamin sem skoraði. Dusan Brkovic spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni með FH og gerði lítið sem ekkert. Hann var síðan tekinn af velli í hálfleik. Dómarinn Dómarar eru farnir að dreifa gulum spjöldum eins og forvarnarfulltrúar dreifa verjum í Menntaskólum. Ef það er áherslan þá er lítið hægt að setja út á Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, fyrir að gefa átta gul spjöld. Ívar átti klárlega að dæma vítaspyrnu þegar Damir sparkaði Sigurð Bjart niður en sleppti því og Blikar skoruðu sitt annað mark nokkrum mínútum síðar. Ívar fær því 2 í einkunn því þetta atvik kostaði FH sennilega leikinn. Stemmingin og umgjörð Það var fjölmennt á Kópavogsvelli í kvöld. Tæplega korteri fyrir leik tilkynnti vallarþulurinn að búið væri að opna gömlu stúkuna. Þrátt fyrir að áhorfendurnir hafi verið margir þá vantaði stuðningsmenn og það var lítil stemning á vellinum. Það var gert vel við blaðamenn í mat sem gátu fengið litla hamborgara og nokkrar tegundir af takkó. Undirritaður er með BMI stuðul réttu megin við strikið og lét því hamborgarana alveg eiga sig en laumaði sér í eitt lítið takkó með kjúklingi og grænmeti. Viðtöl
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti