Ginningarfíflin Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 8. apríl 2024 14:00 Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Ástin og lífið Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar