Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. apríl 2024 22:33 Stefnt er að því að kynna Bjarna Benediktsson sem nýjan forsætisráðherra á morgun. Vísir/Vilhelm Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12
Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02