Deadline greindi frá þessu í gær. Fjölmargir hafa verið nefndir í því samhengi að fá hlutverkið en nú liggur fyrir að hinn 33 ára White hafi dregið lengsta stráið.
Myndin mun bera nafnið Deliver Me From Nowhere og er litið á framleiðslu hennar sem mikinn feng fyrir 20th Century Studios og nýjan forstjóra framleiðslufyrirtækisins, David Greenbaum.
White er einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Phillip „Lip“ Gallagher í þáttunum Shameless sem framleiddir voru á árunum 2011 til 2021.
Í myndinni um Springsteen mun segja frá mótandi tímabili í lífi söngvarans, þar sem hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma og hann reyndi að fóta sig sem alheimsstjarna. Á sama tíma samdi hann og tók upp plötuna Nebraska sem kom út árið 1982 og er almennt talin ein af hans bestu.
Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún verður sýnd í kvikmyndahúsum og síðar í streymisveitu Disney.
Bæði Springsteen sjálfur og umboðsmaður hans, Jon Landau, taka virkan þátt í framleiðslu myndarinnar þar sem meðal annars verður að finna tónlist af plötunum The River, Nebraska og Born in the U.S.A.