Kennir ráðherrum siðareglurnar áður en hún hættir Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 11:03 Eyja Margrét J. Brynjarsdóttir, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, starfandi forsætisráðherra. STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS/ANTON BRINK Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra. Handbókin var samin af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins og í samvinnu við ráðuneytið. Í handbókinni eru settar fram skýringar á siðareglum ráðherra ásamt raunhæfum dæmum um túlkun þeirra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í handbókinni sé bæði leitast við að gera grein fyrir siðferðilegri þýðingu einstakra greina og útlista hvaða kröfur þær fela í sér. Markmið með handbókinni sé að veita ráðherrum leiðbeiningar um efni siðareglnanna til að styðja við siðferðilega umhugsun. Ríkisstjórnin samþykkti siðareglur ráðherra þann 5. desember 2023. Þær hafi verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda þann 8. desember sama ár. Siðareglur ráðherra veiti leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veigamiklu embætti en jafnframt gefi þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur. Þeim sé ætlað að stuðla að trausti almennings á stjórnsýslunni. Handbók um siðareglur ráðherra má lesa hér. Siðfræðistofnun fengið sjö milljónir króna Síðasta sumar var greint frá því að forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, fyrir hönd Siðfræðistofnunar, hafi gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur. Samningurinn gildir til tæplega eins árs og kostar stjórnvöld alls sjö milljónir króna. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagði að siðfræðistofnun myndi, í samvinnu við forsætisráðuneytið, vinna að gerð kennsluefnis, námskeiða og handbóka um siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks Stjórnarráðsins. Þá yrðu skipulögð málþing um siðareglur og siðferði í opinberum störfum annars vegar og um gervigreind hins vegar. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Stjórnsýsla Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í handbókinni sé bæði leitast við að gera grein fyrir siðferðilegri þýðingu einstakra greina og útlista hvaða kröfur þær fela í sér. Markmið með handbókinni sé að veita ráðherrum leiðbeiningar um efni siðareglnanna til að styðja við siðferðilega umhugsun. Ríkisstjórnin samþykkti siðareglur ráðherra þann 5. desember 2023. Þær hafi verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda þann 8. desember sama ár. Siðareglur ráðherra veiti leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veigamiklu embætti en jafnframt gefi þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur. Þeim sé ætlað að stuðla að trausti almennings á stjórnsýslunni. Handbók um siðareglur ráðherra má lesa hér. Siðfræðistofnun fengið sjö milljónir króna Síðasta sumar var greint frá því að forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, fyrir hönd Siðfræðistofnunar, hafi gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur. Samningurinn gildir til tæplega eins árs og kostar stjórnvöld alls sjö milljónir króna. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagði að siðfræðistofnun myndi, í samvinnu við forsætisráðuneytið, vinna að gerð kennsluefnis, námskeiða og handbóka um siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks Stjórnarráðsins. Þá yrðu skipulögð málþing um siðareglur og siðferði í opinberum störfum annars vegar og um gervigreind hins vegar.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Stjórnsýsla Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira