Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2024 12:01 Anton segir að faðir hans hafi fallið fyrir eigin hendi eftir að hafa greinst með ólæknandi sjúkdóm og hrakað gífurlega á skömmum tíma. Hann skilur ekki hvers vegna dánaraðstoð, þar sem fólk getur ákveðið sjálft hvenær það vill skilja við og með reisn, er ekki leyfð. vísir/vilhelm Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. Pistill Antons er undir yfirskriftinni „Að eiga val um dánaraðstoð“ en þar hvetur hann almenning til þess að styðja við frumvarp um dánaraðstoð, sem nú er komið nefnd og bíður annarrar umræðu. „Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá,“ skrifar Anton. Heimur hans hrundi og við tóku dimmir dagar. Dauðastríðið getur reynst óbærilegt Anton, sem var í 2. sæti sem Íþróttamaður ársins á eftir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, segir að í Pallborði Vísis þann 27. mars hafi komið fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. „En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða.“ Anton segir álagið oftar en ekki óbærilegt og leggist þungt á fjölskyldur og aðstandendur en einnig þurfi lögregla og sjúkraliðar að sinna skyldum sínum við erfiðar aðstæður. En svona þurfi þetta ekki að vera. Mannúð að veita einstaklingum sjálfsákvörðunarrétt „Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu,“ segir í grein Antons. Anton segir eitt víst að allir muni deyja. Hann spyr hvers vegna rétturinn til að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda sé ekki lögleg? „Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni.“ Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ 4. apríl 2024 06:25 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Pistill Antons er undir yfirskriftinni „Að eiga val um dánaraðstoð“ en þar hvetur hann almenning til þess að styðja við frumvarp um dánaraðstoð, sem nú er komið nefnd og bíður annarrar umræðu. „Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá,“ skrifar Anton. Heimur hans hrundi og við tóku dimmir dagar. Dauðastríðið getur reynst óbærilegt Anton, sem var í 2. sæti sem Íþróttamaður ársins á eftir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, segir að í Pallborði Vísis þann 27. mars hafi komið fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. „En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða.“ Anton segir álagið oftar en ekki óbærilegt og leggist þungt á fjölskyldur og aðstandendur en einnig þurfi lögregla og sjúkraliðar að sinna skyldum sínum við erfiðar aðstæður. En svona þurfi þetta ekki að vera. Mannúð að veita einstaklingum sjálfsákvörðunarrétt „Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu,“ segir í grein Antons. Anton segir eitt víst að allir muni deyja. Hann spyr hvers vegna rétturinn til að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda sé ekki lögleg? „Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni.“
Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ 4. apríl 2024 06:25 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01
Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21
Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ 4. apríl 2024 06:25