Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2024 12:11 Viðar Logi er búsettur í London og var að rata á lista Forbes 30 under 30. Aðsend „Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. Viðar Logi hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur á undanförnum árum og meðal annars myndað forsíðumynd fyrir plötu hennar Fossora. Hlaut myndin tilnefningu sem plötuumslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sömuleiðis hefur hann skotið tónlistarmyndbönd Bjarkar og séð um listræna stjórnun. Hann er sjálflærður ljósmyndari, alinn upp á Norðurlandi og sækir mikinn innblástur þangað. Á síðu Forbes stendur einnig að Viðar Logi hafi unnið fyrir tískurisa á borð við Thom Brown, Iris van Herpen og Del Core. Þá hafa ljósmyndir hans sömuleiðis ratað í ýmis tímarit á borð við Vogue, Rolling Stone, Pitchfork og Hero. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, í leikstjórn Viðars Loga: Viðar Logi segir þetta sannarlega mikinn heiður. Aðspurður segir hann að eftir hans bestu vitund sé hann fyrsti Íslendingurinn sem ratar á þennan lista. „Mér brá að fá tilkynninguna, ég bjóst ekki við að komast á listann eftir að þau buðu mér að taka þátt. Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda, er mjög þakklátur.“ Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Viðar Logi hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur á undanförnum árum og meðal annars myndað forsíðumynd fyrir plötu hennar Fossora. Hlaut myndin tilnefningu sem plötuumslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sömuleiðis hefur hann skotið tónlistarmyndbönd Bjarkar og séð um listræna stjórnun. Hann er sjálflærður ljósmyndari, alinn upp á Norðurlandi og sækir mikinn innblástur þangað. Á síðu Forbes stendur einnig að Viðar Logi hafi unnið fyrir tískurisa á borð við Thom Brown, Iris van Herpen og Del Core. Þá hafa ljósmyndir hans sömuleiðis ratað í ýmis tímarit á borð við Vogue, Rolling Stone, Pitchfork og Hero. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, í leikstjórn Viðars Loga: Viðar Logi segir þetta sannarlega mikinn heiður. Aðspurður segir hann að eftir hans bestu vitund sé hann fyrsti Íslendingurinn sem ratar á þennan lista. „Mér brá að fá tilkynninguna, ég bjóst ekki við að komast á listann eftir að þau buðu mér að taka þátt. Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda, er mjög þakklátur.“
Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00