Ætlar að virkja meira Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 14:40 Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18