Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2024 14:55 Gildandi leyfi Ísteka var gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildir það til 5. október 2025. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Segir að þetta sé niðurstaðan eftir að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið yfir þau gögn sem fyrir liggi og sjónarmið frá Ísteka ehf. Blóðmerahald hefur mikið verið í fréttum síðustu ár eftir að myndir voru birtar árið 2022 sem sýndu bágan aðbúnað og að illa væri farið með dýrin í tengslum við blóðtöku. Fram kemur að Ísteka hafi um áratugaskeið haft leyfi fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Gildandi leyfi fyrirtækisins hafi verið gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildi það til 5. október 2025. „Eftir að Eftirlitsstofnun EFTA upplýsti íslensk stjórnvöld um að starfseminni bæri að fara eftir tilskipun sem innleidd hefur verið hérlendis með reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni felldi matvælaráðherra reglugerð nr. 900/2022 úr gildi. Ekki er fjallað sérstaklega um afturköllun leyfis stefnanda í reglugerð nr. 1130/2023 sem felldi reglugerð nr. 900/2022 úr gildi og engin breyting hefur verið gerð á lögum nr. 55/2013 sem sérstaklega er vísað til í leyfinu og er grundvöllur þess. Matvælastofnun hefur skoðað hvort tilefni sé til að afturkalla starfsleyfi Ísteka ehf. á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og sjónarmið frá Ísteka ehf. er það mat stofnunarinnar að ekki séu nægjanlegar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og mun starfsemin halda áfram á grundvelli leyfisins til 5. október 2025,“ segir á vef Matvælastofnunar. Sterkar ástæður þurfi til að afturkalla leyfi Ennfremur segir að ákvörðun stofnunarinnar byggi meðal annars á því að sterkar ástæður þurfi til að afturkalla ívilnandi stjórnvaldsákvörðun líkt og ákvörðun um útgáfu starfsleyfis til Ísteka. „Matvælastofnun telur að eftirlits- og rannsóknarniðurstöður sem nú liggja fyrir gefi ekki tilefni til að líta svo á að ríkar heimildir séu til staðar hvað varðar velferð og heilsu hryssa sem notaðar eru til blóðtöku. Veigamiklar ástæður þarf til afturköllunar leyfis sem aðili er byrjaður að nýta og er afmarkað hvað varðar efni og tíma. Þá horfði Matvælastofnun til réttmætra væntingar leyfishafa og þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið upplýsti við meðferð málsins um hvaða afleiðingar afturköllun hefði á starfsemi þess og samstarfsaðila. Matvælastofnun hefur upplýst fyrirtækið um ítarlegar kröfur sem fyrirtækið og starfsemin verður að uppfylla.“ Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Segir að þetta sé niðurstaðan eftir að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið yfir þau gögn sem fyrir liggi og sjónarmið frá Ísteka ehf. Blóðmerahald hefur mikið verið í fréttum síðustu ár eftir að myndir voru birtar árið 2022 sem sýndu bágan aðbúnað og að illa væri farið með dýrin í tengslum við blóðtöku. Fram kemur að Ísteka hafi um áratugaskeið haft leyfi fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Gildandi leyfi fyrirtækisins hafi verið gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildi það til 5. október 2025. „Eftir að Eftirlitsstofnun EFTA upplýsti íslensk stjórnvöld um að starfseminni bæri að fara eftir tilskipun sem innleidd hefur verið hérlendis með reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni felldi matvælaráðherra reglugerð nr. 900/2022 úr gildi. Ekki er fjallað sérstaklega um afturköllun leyfis stefnanda í reglugerð nr. 1130/2023 sem felldi reglugerð nr. 900/2022 úr gildi og engin breyting hefur verið gerð á lögum nr. 55/2013 sem sérstaklega er vísað til í leyfinu og er grundvöllur þess. Matvælastofnun hefur skoðað hvort tilefni sé til að afturkalla starfsleyfi Ísteka ehf. á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og sjónarmið frá Ísteka ehf. er það mat stofnunarinnar að ekki séu nægjanlegar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og mun starfsemin halda áfram á grundvelli leyfisins til 5. október 2025,“ segir á vef Matvælastofnunar. Sterkar ástæður þurfi til að afturkalla leyfi Ennfremur segir að ákvörðun stofnunarinnar byggi meðal annars á því að sterkar ástæður þurfi til að afturkalla ívilnandi stjórnvaldsákvörðun líkt og ákvörðun um útgáfu starfsleyfis til Ísteka. „Matvælastofnun telur að eftirlits- og rannsóknarniðurstöður sem nú liggja fyrir gefi ekki tilefni til að líta svo á að ríkar heimildir séu til staðar hvað varðar velferð og heilsu hryssa sem notaðar eru til blóðtöku. Veigamiklar ástæður þarf til afturköllunar leyfis sem aðili er byrjaður að nýta og er afmarkað hvað varðar efni og tíma. Þá horfði Matvælastofnun til réttmætra væntingar leyfishafa og þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið upplýsti við meðferð málsins um hvaða afleiðingar afturköllun hefði á starfsemi þess og samstarfsaðila. Matvælastofnun hefur upplýst fyrirtækið um ítarlegar kröfur sem fyrirtækið og starfsemin verður að uppfylla.“
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59