Heimsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:46 Gamla brýnið Jenni Hermoso er enn í fullu fjöri. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir undankeppni EM kvenna í knattspyrnu. Þá er England í góðum málum eftir fínan sigur á Írlandi. Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur
Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03
Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30