„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2024 21:18 Arnar Guðjónsson var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar. „Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
„Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira