Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:01 Caitlin Clark fór fyrir Iowa Hawkeyes liðinu og hefur eignast milljónir aðdáenda á undanförnum árum. Getty/Thien-An Truong Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira