Tinder-notendur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn afsláttur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:38 Hægt er að borgar fyrir úrvalsþjónustu í Tinder-forritinu. Miðillinn notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að bjóða þeim sem höfðu ekki áhuga á þjónustunni persónusniðinn afslátt án þess að gera þeim grein fyrir því. Vísir/EPA Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim. Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram. Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira