„Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 11:32 Bjarkey er varaformaður þingflokks Vinstri grænna og hefur setið á þingi fyrir flokkinn síðan 2013. Hún kemur úr Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, segist ætla að halda áfram þeim verkefnum sem Svandís Svavarsdóttir hefur sinnt í ráðuneytinu. Hún segist spennt takast á við ný verkefni sem ráðherra en að hún ætli að nýta daginn í að kynna sér málin í ráðuneytinu. „Það eru margar áskoranir eins og fyrrverandi ráðherra kom hér inn á,“ sagði Bjarkey eftir að hún tók við lyklum í morgun. Spurð hvort hún ætli að halda áfram verkefnum Svandísar í til dæmis sjávarútvegi segir Bjarkey að hún ætli að byrja á því að setjast niður með ráðuneytisstjóra. „Næstu skref mín eru að setjast niður með ráðuneytisstjóra og því góða fólki sem að hér vinnur og setja mig svolítið inn í málin,“ sagði Bjarkey og að hún væri betur inni í sumum málum en öðrum. „Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um eitt eða neitt á þessu stigi málsins. Vinnan er hér í gangi innan ráðuneytisins og hún heldur áfram, svo sjáum við bara hvað setur,“ segir Bjarkey og átti þá við breytingar í sjávarútvegi. Hún ætli að setja sig frekar og betur inn í þau mál núna. Spurð um hvalveiðar segir Bjarkey að hún þurfi að átta sig á málinu og hvar það sé statt. Hún sé ekki inn í málinu eins og Svandís var en hún muni nýta daginn í að fræðast um þau mál. „Það er eins með þetta og hitt. Ég þarf auðvitað aðeins að átta mig á umhverfinu og vita hvar málið er statt akkúrat núna. Ég er ekki inn í því eins og sú sem á undan mér var,“ sagði Bjarkey og að dagurinn færi í það að koma sér inn í málin og hvar þau eru stödd. Kaflaskil í ríkisstjórn Svandís Svavarsdóttir, nú innviðaráðherra, afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu í morgun. „Þetta eru náttúrulega kaflaskil. Þetta er ráðuneyti sem mér þykir einstaklega vænt um,“ sagði Svandís þegar hún afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu. Svandís afhendi Bjarkeyju lykil á skeifu en sagði starfsfólk aðallega nota aðgangskort til að komast inn.Svandís sagðist ánægð að sjá Bjarkeyju taka við matvælaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Svandís sagði við það tilefni þetta kaflaskil. Henni þyki afar vænt um ráðuneytið og viðfangsefnin í ráðuneytinu séu henni kær. Verkefnin séu spennandi. Það séu lykilatvinnugreinar landsmanna og mikil spenna í hjörtum landsmanna. „Það eru miklar meiningar, mikil spenna og mikill eldur í hjörtunum um land allt.“ Hún sagðist ánægð að fá Bjarkeyju til starfa í ráðuneytinu. Það séu spennandi verkefni fram undan og að sem dæmi sé tilbúið frumvarp um lagareldi sem Bjarkey geti mælt fyrir. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjávarútvegur Hvalveiðar Vinstri græn Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
„Það eru margar áskoranir eins og fyrrverandi ráðherra kom hér inn á,“ sagði Bjarkey eftir að hún tók við lyklum í morgun. Spurð hvort hún ætli að halda áfram verkefnum Svandísar í til dæmis sjávarútvegi segir Bjarkey að hún ætli að byrja á því að setjast niður með ráðuneytisstjóra. „Næstu skref mín eru að setjast niður með ráðuneytisstjóra og því góða fólki sem að hér vinnur og setja mig svolítið inn í málin,“ sagði Bjarkey og að hún væri betur inni í sumum málum en öðrum. „Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um eitt eða neitt á þessu stigi málsins. Vinnan er hér í gangi innan ráðuneytisins og hún heldur áfram, svo sjáum við bara hvað setur,“ segir Bjarkey og átti þá við breytingar í sjávarútvegi. Hún ætli að setja sig frekar og betur inn í þau mál núna. Spurð um hvalveiðar segir Bjarkey að hún þurfi að átta sig á málinu og hvar það sé statt. Hún sé ekki inn í málinu eins og Svandís var en hún muni nýta daginn í að fræðast um þau mál. „Það er eins með þetta og hitt. Ég þarf auðvitað aðeins að átta mig á umhverfinu og vita hvar málið er statt akkúrat núna. Ég er ekki inn í því eins og sú sem á undan mér var,“ sagði Bjarkey og að dagurinn færi í það að koma sér inn í málin og hvar þau eru stödd. Kaflaskil í ríkisstjórn Svandís Svavarsdóttir, nú innviðaráðherra, afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu í morgun. „Þetta eru náttúrulega kaflaskil. Þetta er ráðuneyti sem mér þykir einstaklega vænt um,“ sagði Svandís þegar hún afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu. Svandís afhendi Bjarkeyju lykil á skeifu en sagði starfsfólk aðallega nota aðgangskort til að komast inn.Svandís sagðist ánægð að sjá Bjarkeyju taka við matvælaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Svandís sagði við það tilefni þetta kaflaskil. Henni þyki afar vænt um ráðuneytið og viðfangsefnin í ráðuneytinu séu henni kær. Verkefnin séu spennandi. Það séu lykilatvinnugreinar landsmanna og mikil spenna í hjörtum landsmanna. „Það eru miklar meiningar, mikil spenna og mikill eldur í hjörtunum um land allt.“ Hún sagðist ánægð að fá Bjarkeyju til starfa í ráðuneytinu. Það séu spennandi verkefni fram undan og að sem dæmi sé tilbúið frumvarp um lagareldi sem Bjarkey geti mælt fyrir.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjávarútvegur Hvalveiðar Vinstri græn Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent