Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 15:24 Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálstjóri Trump veldisins, afþakkaði að tjá sig áður en dómari ákvað refsingu hans í New York í dag. AP/Yuki Iwamura Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58
Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17