Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 22:32 Joe Biden Bandaríkjaforseti og dóttir hans Ashley Biden. Getty Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira