Valfrelsi í eigin sparnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 11. apríl 2024 12:31 Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun