Amorim segir ekkert til í þeim fréttum um að hann væri búinn að samþykkja að taka við starfi Jürgen Klopp hjá Liverpool. Sky í Þýskalandi sló því upp í vikunni að Amorim og Liverpool væri búin að gera munnlegt samkomulag.
„Ég hef ekki farið í viðtal hjá neinu félagi og það er ekkert samkomulag til. Þetta er í síðasta skiptið sem ég mun ræða mína framtíð,“ sagði Amorim pirraður.
„Það eina sem ég hugsa um er að vinna titilinn með Sporting. Ekkert mun breytast,“ sagði Amorim.
Sporting er í efsta sæti portúgölsku deildarinnar og er með fjögurra stiga forskot á Benfica þegar sjö umferðir eru eftir.
Klopp tilkynnti í janúar að hann myndi hætta með Liverpol í sumar. Hann hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool frá því í október 2015.
Sporting manager Ruben Amorim has denied he has reached an agreement with Liverpool over succeeding Jurgen Klopp pic.twitter.com/hZbuPH0AAy
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 11, 2024