Allir samningar í höfn til að koma upp neyslurými í Borgartúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 20:31 Hafrún Elísa teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir málið mikið fagnaðarefni. Vísir/Arnar Ekkert er því til fyrirstöðu að koma upp neyslurými í Borgartúni, eins og stefnt hefur verið að um nokkra hríð. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum segir aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Þetta sé því mikið fagnaðarefni. „Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“ Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“
Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48
Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01
Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03