Allir samningar í höfn til að koma upp neyslurými í Borgartúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 20:31 Hafrún Elísa teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir málið mikið fagnaðarefni. Vísir/Arnar Ekkert er því til fyrirstöðu að koma upp neyslurými í Borgartúni, eins og stefnt hefur verið að um nokkra hríð. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum segir aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Þetta sé því mikið fagnaðarefni. „Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“ Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“
Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48
Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01
Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03