Ekki nýjar fréttir að Bjarni sé umdeildur stjórnmálamaður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 18:38 Diljá Mist Einarsdóttir kippir sér ekki upp við undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar gefur ekki mikið fyrir undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni, nýjum forsætisráðherra. Það séu ekki nýjar fréttir að hann sé umdeildur stjórnmálamaður. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira