„Það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:01 Liverpool-menn leyndu ekki vonbrigðum sínum á Anfield í gærkvöld. Getty Liverpool gæti hafa spilað sinn síðasta Evrópuleik á Anfield undir stjórn Jürgens Klopp, þegar liðið steinlá gegn Atalanta í gær, 3-0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira