Viðskipti innlent

Verður for­seti við­skipta­deildar HA

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ragnarsson.
Sigurður Ragnarsson. HA

Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi.

Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður hafi gegnt stöðu aðjúnkts og síðar lektors við viðskiptadeild HA frá árinu 2021 þar sem hann hafi meðal annars kennt forystu, stjórnun, mannauðsfræði og samningatækni. 

„Samhliða störfum sínum hefur hann rekið fyrirtækið Forystu og samskipti, sem býður uppá stjórnenda- og forystuþjálfun, og hann heldur einnig úti hlaðvarpi undir sama nafni. Sigurður hefur einnig kennt við flesta háskóla hér á landi, þ.á.m. Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá var hann áður yfir viðskiptadeild háskólans á Bifröst sem og staðgengill rektors.

Sigurður hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri í nokkrum fyrirtækjum, þ.á.m. hjá vefmiðlinum Vísir.is. Hann byrjaði þó sinn feril í fjölmiðlum og þá sérstaklega útvarpi. Hann starfaði m.a. á Bylgjunni, Rás 2, FM957 og Stjörnunni sálugu.

Sigurður útskrifaðist með MBA gráðu með áherslu á stjórnun og markaðsfræði frá Golden Gate University í Bandaríkjunum. Hann lauk svo doktorsgráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þar sem hann rannsakaði iðkun þjónandi forystu í bandarískum fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×