Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2024 16:25 Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er.
Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira