Ten Hag og nýir yfirmenn hans munu leita að framherja í sumar Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 11:31 Nýir eigendur og slæmt gengi á tímabilinu hefur hleypt miklum hita undir stjórasæti Ten Hag. Ryan Jenkinson/MB Media/Getty Images Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leita að framherja og vinstri bakverði þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Hann sagði kaupstefnu félagsins undir hans stjórn hafa skilað góðum árangri en mætir hugmyndum nýrra yfirmanna sinna með opnum hug. Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira