Íslenski landsliðsmaðurinn var hluti af tveggja manna framlínu Leuven í dag og reyndist Gent erfiður ljár í þúfu. Mathieu Maertens skoraði bæði mörk Leuven, það fyrra eftir sendingu Jón Dags á 23. mínútu og það síðara á 37. mínútu. Í millitíðinni jafnaði Gent metin en það kom ekki að sök í dag.
| 75' - Leuvens kwartiertje!#ohleuven #OHLGNT pic.twitter.com/oM6J8b5CJf
— OH Leuven (@OHLeuven) April 14, 2024
Alls eru þrjú umspil í Belgíu. Eitt sem ákveður hvaða lið verður meistari, annað sem ákveður hvaða lið falla og eitt fyrir liðin sem hafa að litlu sem engu að keppa. Það eru liðin í 7. til 12 sæti og er Leuven í því umspili.
Liðið sem endar efst í því umspili fer í úrslitaleik um sæti í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næstu leiktíð. Leuven er nú í 4. sæti þess umspils með samtals 19 stig, ellefu minna en Gent sem er á toppnum.