Verðskulduðum ekki að komast nær en við gerðum Gunnar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 22:04 Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði Hött hafa verðskuldað sigurinn í kvöld. „Fyrst og fremst var frammistaða Hattar töluvert betri en okkar í kvöld,“ svaraði hann aðspurður um hvað hefði ráðið úrslitum leiksins. „Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira