Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Teikning af fylgistjörnu BH3 og sporbraut hennar um svartholið. Það fannst fyrir tilstuðlan þyngdaráhrifa svartholsins sem veldur vaggi í hreyfingum stjörnunnar. ESO/L. Calçada Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík. Vísindi Geimurinn Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira