Mætti fyrst allra í Prada og var valin fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 15:01 Caitlin Clark stllir sér upp með Indiana Fever búninginn og við hlið Cathy Engelbert, hæstráðanda í WNBA deildinni. Getty/Sarah Stier Caitlin Clark var valin fyrst í nýliðavali WNBA deildarinnar í nótt og það kom eflaust engum á óvart. „Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
„Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira