Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:54 Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er sleginn yfir brunanum í Kaupmannahöfn. Vísir/Vilhelm Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“ Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39