Viðskipti innlent

Taka við stjórn­enda­stöðum hjá Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Edda Snorradóttir og Kristjana Sunna Erludóttir.
Ingibjörg Edda Snorradóttir og Kristjana Sunna Erludóttir. Advania

Kristjana Sunna Erludóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Advania og Ingibjörg Edda Snorradóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra hugbúnaðarþróunar eftir sex ára starf sem forritari hjá fyrirtækinu. Stöðurnar eru á sviði Skólalausna og rafrænna viðskipta.

Í tilkynningu frá Advania segir að Kristjana Sunna sé með MBA gráðu frá EAE Business School í Barcelona, og Bs.c í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

„Hún hefur meðal annars starfað sem þjónustu- og markaðsstjóri hjá Swiss Color Iceland, ráðgjafi og viðskiptastjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Next Link Group og alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Roche í Barcelona. Að auki hefur hún starfað sem sérfræðingur hjá Valitor á erlendum mörkuðum og sem stjórnandi og sérfræðingur í sölu og þjónustu hjá Símanum,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að Ingibjörg Edda sé með Bs.c gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað síðan árið 2018 sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Skólalausnum Advania.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×